Saturday, February 27, 2010

Randalínus


Keypti þetta skrautlega garn í júróprís,merkilega skrautlegt alveg en fínt í sokka eða vettlinga held ég ,þessir randalínusokkar eru handa snúllunni minni sem verður 7 ára á mánudaginn ,hún elskar allt sem er prjónað og heklað og vill helst sofa með ullina á koddanum.
Er enn með teppið í vinnslu ,hendi kannski inn mynd við tækifæri af einum granny squares sona til að sýna hvað ég er að bralla með kambgarnið en svo er ég lika búin að kaupa pl0tulopa í peysu handa stráknum æðislegir litir sem verða í henni ,ætla ekki að sýna það strax ,á lika eftir að verða mér útum uppsk af peysunni en svo hendi ég mér í það ,hlakka mikið til að byrja á henni .
svo er ég að bíða eftir bók sem ég fékk í verðlaun (smá keppni við sjálfan mig ) en bókin er týnd í póstinum frá USA frekar svekkt :/ en það er verið að vinna í því að rekja sendinguna fyrir mig .
þangað til næst tata .......

Sunday, February 21, 2010

Dúlla


Eitt af því sem mér finnst skemmtilegt að gera er að hekla dúllur hef nú reyndar ekki gert mikið af dúllum en þessi dúlla er úr bók sem ég fékk í pósti 200 crochet blocks ,geggjuð bók og ég á eftir að nota hana í öll teppin sem ég ætla að gera,
garnið er kambgarn ,svakalega mikið til að fallegum litum í því


This is one of the things i love to do these days ,not done many granny squeares but this one is in the new book i just got ,200 crochet blocks its a great book and im sure i will use it alot to make more blankies,the yarn in this granny is kambgarn very soft and so many great colors availablekambgarn