Monday, January 25, 2010

Ragg sokkar



Gerði þetta par handa næst elstu stelpunni,
uppskriftin af munstrinu er í bók sem ég á og heitir Getting started knitting socks ,mjög skemmtileg bók ,hælinn gerði ég með short row tækni sem ég er að reyna að ná tökum á það reynir smá á þolinmæðina mína en tókst kannski ekki alveg eins vel og ég vildi en æfa æfa æfa sig þá kemur þetta :)garnið er ragg garn mér fannst þetta skemmtilegir litir ,það fór ca 2 og hálf dokka í parið
er svo með annað verkefni á prjónunum sem er gjöf svo það verður ekkert sýnt af því fyrr en það er allt klárt ,svo blundar teppið ógurlega í mér ,búin að gera smá prufu en er að finna út rétta stærð af heklunál og hvaða garn mig langar að nota ,prufaði kambg en finnst það aðeins og fínt í þetta teppi sem mig langar að gera ,svo er alltaf sp hvaða liti langar mig að nota ....hugs hugs

Tuesday, January 19, 2010

Sokkar


Þá eru sokkarnir mínir klárir :) fyrsta sinn sem ég geri sokkar sem eru ekki ullarsokkar og fyrsta sinn sem ég prjóna eftir uppsk á ensku ,fyrir utan smá klúður á öðrum hælnum þá prjónaðist þetta eins og í sögu bara ,garnið sem ég notaði fékk ég í A4 og heitir Fame liturinn er party,dokkan dugar í annað par af sokkum ágætis ending þar ,notaði prjóna nr 3 ,Tatami

Saturday, January 9, 2010

Nýtt garn


Var að kaupa mér nammi !!! nýtt garn ,sá þetta í Nálinni og varð að kaupa mér 2 sona dokkur ,ætla að gera sokka handa mér úr þessu ,getið lika skoðaða þetta garn hérna
ótrúlega flott garn ,hlakka mikið til að byrja á þessum sokkum sérstaklega þar sem ég lærði að gera short row hæl í gær :)

Monday, January 4, 2010

Kaðlar


Ég ákvað að prufa að gera kaðla ,eitthvað sem mig hefur langað að prufa en ekki kunnað en með góðri hjálp úr bókinni Vettlingar og fleira eftir Kristínu Harðard ,frábær bók mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman af því að gera vettlinga eða fleira hehe.Ég gerði sem sagt vettlinga sem ég ætla að gefa í afmælisgjöf svo kláraði ég að ganga frá legghlífum sem ég heklaði handa dóttir minni ,nú getur hún spókað sig um í skólanum á morgun í þeim.
Næst er að klára hinn sokkinn sem ég á eftir að gera handa mér sjálfri já ég sagði handa mér :) mig bráðvantar sokka svo ég fann fría uppsk af sokkum sem gatamunstri mjög spennt fyrir sokkum þessa dagana og á eftir að leika mér aðeins meira með þannig uppskriftir

þetta er verkefnalistinn minn næstu vikur
grifflur handa minnstu skottunni minni
peysa handa múttu í afmælisgjöf
peysa handa pésanun mínum
sokkar handa mér
kragi (sem ég er reyndar byrjuð á ) en leiðist hann eitthvað svo það gengur frekar hægt með hann
en þetta er það sem liggur fyrir allavena

Friday, January 1, 2010

Fyrsta blogg ársins 2010



Langar að smella hingað inn því sem ég er að dunda mér við sem er aðalega prjón og hekl ,finnst reyndar lika gaman að gera kort en það hobby er í smá pásu vegna plássleysis undir allt sem þvi fylgir
hérna eru svo brot af því sem ég gerði fyrir jólin 2009 vantar þarna myndir af hellings jólaskrauti sem ég heklaði og gaf plús þæfðri séríu sem ég gaf lika