Thursday, October 14, 2010
Forest canopy shawl
Búið að langa lengi að prjóna mér sjal en þetta vafðist eitthvað svakalega fyrir mér ,keypti þetta yndislega garn í Storkinum og byrjaði á einhverri uppskrift sem ég skildi ekki baun í ,fór svo á einhvern hitting í Nálinni þar sem Evenly Clark var að kenna /,eða samt ekki kenna því það virtust allir kunna þetta nema ég svo ég gafst upp ,borgaði morð fyrir þetta og lærði ekkert :( var mjög spæld yfir þessu .En ákvað að gefast ekki upp og halda áfram að prufa mig áfram og eftir nokkrar tilraunir þá tókst mér að klára þetta sjal Forest Canopy ,auðvelt að sjá villur og gott að muna munstrið þannig ég er massa ánægð með það og sjálfan mig líka því nuna skil ég þetta .Hefði mátt hafa það pínu stærra en var soldið stressuð yfir því að eiga ekki nóg garn því þetta er ju keypt heima fyrir löngu síðan og ég er ekki á klakanum þannig ég gerði 10 repeats og það passa flott um hálsin eins og ég vildi ,Hekla vildi svo endilega pósa með það fyrir myndartöku.
Labels:
Sjal
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Did you make that? It is absolutely beautiful....fabulous................
ReplyDelete