Monday, January 25, 2010

Ragg sokkarGerði þetta par handa næst elstu stelpunni,
uppskriftin af munstrinu er í bók sem ég á og heitir Getting started knitting socks ,mjög skemmtileg bók ,hælinn gerði ég með short row tækni sem ég er að reyna að ná tökum á það reynir smá á þolinmæðina mína en tókst kannski ekki alveg eins vel og ég vildi en æfa æfa æfa sig þá kemur þetta :)garnið er ragg garn mér fannst þetta skemmtilegir litir ,það fór ca 2 og hálf dokka í parið
er svo með annað verkefni á prjónunum sem er gjöf svo það verður ekkert sýnt af því fyrr en það er allt klárt ,svo blundar teppið ógurlega í mér ,búin að gera smá prufu en er að finna út rétta stærð af heklunál og hvaða garn mig langar að nota ,prufaði kambg en finnst það aðeins og fínt í þetta teppi sem mig langar að gera ,svo er alltaf sp hvaða liti langar mig að nota ....hugs hugs

2 comments:

  1. Geðveikir! Langar í svona...

    p.s. þetta er tilraun 5 til að skilja eftir comment..

    ReplyDelete

thank you for reading and i hope you enjoy this blog