Monday, January 4, 2010
Kaðlar
Ég ákvað að prufa að gera kaðla ,eitthvað sem mig hefur langað að prufa en ekki kunnað en með góðri hjálp úr bókinni Vettlingar og fleira eftir Kristínu Harðard ,frábær bók mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman af því að gera vettlinga eða fleira hehe.Ég gerði sem sagt vettlinga sem ég ætla að gefa í afmælisgjöf svo kláraði ég að ganga frá legghlífum sem ég heklaði handa dóttir minni ,nú getur hún spókað sig um í skólanum á morgun í þeim.
Næst er að klára hinn sokkinn sem ég á eftir að gera handa mér sjálfri já ég sagði handa mér :) mig bráðvantar sokka svo ég fann fría uppsk af sokkum sem gatamunstri mjög spennt fyrir sokkum þessa dagana og á eftir að leika mér aðeins meira með þannig uppskriftir
þetta er verkefnalistinn minn næstu vikur
grifflur handa minnstu skottunni minni
peysa handa múttu í afmælisgjöf
peysa handa pésanun mínum
sokkar handa mér
kragi (sem ég er reyndar byrjuð á ) en leiðist hann eitthvað svo það gengur frekar hægt með hann
en þetta er það sem liggur fyrir allavena
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment
thank you for reading and i hope you enjoy this blog